FUM

Um félagið

Heiti félagsins er Félag um menntarannsóknir, skammstafað FUM. Á ensku er það Icelandic Educational Research Association (IERA). Markmið FUM er að efla rannsóknir og þróunarstarf á sviði menntunar á Íslandi. Á heimasíðu félagsins er upplýsingum miðlað til félagsmanna, boðað til funda, tilkynnt um fræðslufundi, ráðstefnur og málþing.

Á fésbókarsíðu félagsins má nálgast fréttir af starfinu. Við hvetjum áhugasama til að líka við þá síðu og deila efni hennar að vild.

Aðalfundur FUM 2017

Aðalfundur FUM verður haldinn 13. mars kl. 12.30 til 14.00 í stofu E205 í húsi Menntavísindasviðs HÍ við Stakkahlíð.

Á dagskrá eru venjulega aðalfundarstörf.

Stjórnin

 

Nýtt tímarit komið út

Tímarit um uppeldi og menntun er komið út og aðgengilegt á vefnum. Prentuð útgáfa verður send til ykkar síðar í sumar. Athugið að rukkað verður sérstaklega fyrir tímaritið en áður var félagsgjald og gjald fyrir tímaritið rukkað saman. Skoðað verður á næstu árum hvort tímaritið verði áfram prentað eða hvort það verði eingöngu rafrænt. Kíkið á þetta fullt af spennandi fræðigreinum

https://ojs.hi.is/tuuom/issue/view/266

Menntavísindasvið bauð til fagnaðar vegna útkomu tímaritins og sjá má myndir og umfjöllun um þann viðburð hér.

 

xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx

Munið næstu ráðstefnu FUM þann 12.-13. maí 2016. Sérstakir gestir á ráðstefnunni verða félagar í systursamtökum FUM í Skotlandi. Fylgist með fréttum og kíkið á Fésbókarsíðu félagsins https://www.facebook.com/felagummenntarannsoknir/
Yfirskrift ráðstefnunnar er Challenges Facing Educational Researchers.

Sjá nánar á síðu ráðstefnunnar

Fréttir af starfsemi

Á síðustu árum hefur verið unnið að gerð orðasafns í menntunarfræði. Nefnd undir forystu Gerðar G. Óskarsdóttur sem tilnefnd var af FUM hefur unnið drög að slíku safni. Starfið er enn í gangi. Félagar eru hvattir til að kynna sér þessi drög sem nálgast má HÉR.