FUM

Félag um menntarannsóknir stóð fyrir hringborðsumræðum um samfélagsleg áhrif menntarannsókna á ráðstefnunni Menntakviku  4. október 2019.

Viðfangsefni hringborðsumræðnanna var: Samfélags áhrif menntarannsókna og kveikjur sem stuðst var við voru þrjár: Hvernig geta menntarannsóknir aukið gæði skólastarfs og menntunar? Hvernig má efla samvinnu rannsakenda og fagfólks? Hvernig geta menntarannsóknir breytt samfélaginu?

Frummælendur voru Kristján Kristjánsson heimspekingur, Nanna Kristín Christiansen verkefnastjóri á skóla- og frístundasviði, Edda Kjartansdóttir aðstoðarskólastjóri og Anna Kristín Sigurðardóttir prófessor við Menntavísindasvið.  Hringborðsumræðum stjórnaði Kolbrún Þ. Pálsdóttir forseti Menntavísindasviðs og formaður stjórnar FUM. Oddný Sturludóttir, stjórnarkona FUM var ritari umræðna og er samantekt aðgengileg hér.