FUM

 

Nýtt tímarit komið út

Tímarit um uppeldi og menntun er komið út og aðgengilegt á vefnum. Prentuð útgáfa verður send til ykkar síðar í sumar. Athugið að rukkað verður sérstaklega fyrir tímaritið en áður var félagsgjald og gjald fyrir tímaritið rukkað saman. Skoðað verður á næstu árum hvort tímaritið verði áfram prentað eða hvort það verði eingöngu rafrænt. Kíkið á þetta fullt af spennandi fræðigreinum

https://ojs.hi.is/tuuom/issue/view/266

Menntavísindasvið bauð til fagnaðar vegna útkomu tímaritins og sjá má myndir og umfjöllun um þann viðburð hér.

 

xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx

Munið næstu ráðstefnu FUM þann 12.-13. maí 2016. Sérstakir gestir á ráðstefnunni verða félagar í systursamtökum FUM í Skotlandi. Fylgist með fréttum og kíkið á Fésbókarsíðu félagsins https://www.facebook.com/felagummenntarannsoknir/
Yfirskrift ráðstefnunnar er Challenges Facing Educational Researchers.

Sjá nánar á síðu ráðstefnunnar

Fréttir af starfsemi

Á síðustu árum hefur verið unnið að gerð orðasafns í menntunarfræði. Nefnd undir forystu Gerðar G. Óskarsdóttur sem tilnefnd var af FUM hefur unnið drög að slíku safni. Starfið er enn í gangi. Félagar eru hvattir til að kynna sér þessi drög sem nálgast má HÉR.