RANNSÓKNIR — ÞRÓUNARSTARF — SAMSTARF — FAGLEG UMRÆÐA


MENNTUN, SAMFÉLAG OG SAMVINNA

Vorráðsstefna FUM 2018

Ráðstefna FUM vorið 2018 bar heitið Menntun, samfélag og samvinna. Ráðstefnan var haldin í samstarfi við Háskólann á Akureyri, Samband íslenskra sveitarfélaga, Heimili og skóla, Félag fagfólks í frítímaþjónustu, Samband íslenskra framhaldsskólanema, Umboðsmann barna, Menntavísindastofnun HÍ og Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri.

Markmið ráðstefnunnar var að leiða saman fagfólk, fræðimenn, fulltrúa stjórnvalda, nemendur og foreldra til að ræða sameiginlega ábyrgð á mótun og framkvæmd menntastefnu. Á ráðstefnunni var fjallað á heildstæðan hátt um menntun og tengsl formlegs og óformlegs náms; um öll skólastig frá leikskóla til háskóla og um óformlegt nám, æskulýðs- og tómstundastarf og menntun sem fólk aflar sér utan við skólakerfið.

Aðalfyrirlesarar voru Dr. Jón Torfi Jónasson, prófessor við Menntavísindasvið HÍ og Dr. Helen Janc Malone, Director of Institutional Advancement and Education Policy við Institute of Educational Leadership í Washington.