RANNSÓKNIR — ÞRÓUNARSTARF — SAMSTARF — FAGLEG UMRÆÐA


Aðalfundur FUM var haldinn 30. janúar 2020. Á fundinum var lögð fram skýrsla um starfsemi félagsins árin 2018-2019 og einnig kosin ný stjórn, sjá fundargerð.

Eflum menntarannsóknir!
Tveimur fulltrúum  úr stjórn FUM gafst kostur á að heimsækja Skolforskninginstitutet í Stokkhólmi í upphafi árs 2020. Sú stofnun styður við hagnýtar menntarannsóknir, heldur utanum yfirlitsgreinar um mikilvæg viðfangsefni skólastarfs, og veitir styrki til rannsóknarverkefna sem fræðimenn og fagfólk standa að saman. Sjá nánar á vef stofnunarinnar, https://www.skolfi.se/

Stjórn Félags um menntarannsóknir fagnar mjög áformum mennta- og menningarmálaráðherra um hagnýtan menntarannsóknasjóð en samkvæmt fjárlagafrumvarpi stendur til að fjárfesta um 80 m.kr í slíkan sjóð árið 2021.

Félag um menntarannsóknir stóð fyrir hringborðsumræðum um samfélagsleg áhrif menntarannsókna á ráðstefnunni Menntakviku  4. október 2019.

Viðfangsefni hringborðsumræðnanna var: Samfélags áhrif menntarannsókna og kveikjur sem stuðst var við voru þrjár: Hvernig geta menntarannsóknir aukið gæði skólastarfs og menntunar? Hvernig má efla samvinnu rannsakenda og fagfólks? Hvernig geta menntarannsóknir breytt samfélaginu?

Frummælendur voru Kristján Kristjánsson heimspekingur, Nanna Kristín Christiansen verkefnastjóri á skóla- og frístundasviði, Edda Kjartansdóttir aðstoðarskólastjóri og Anna Kristín Sigurðardóttir prófessor við Menntavísindasvið.  Hringborðsumræðum stjórnaði Kolbrún Þ. Pálsdóttir forseti Menntavísindasviðs og formaður stjórnar FUM. Oddný Sturludóttir, stjórnarkona FUM var ritari umræðna og er samantekt aðgengileg hér.

 

 

About

Lorem ipsum dolor sit amet, consec tetur adipiscing elit. Maecenas odio lacus, dignissim sollicitudin finibus commodo, rhoncus et ante.

Tags

There’s no content to show here yet.