RANNSÓKNIR — ÞRÓUNARSTARF — SAMSTARF — FAGLEG UMRÆÐA


Auglýst er eftir fræðilegum greinum, ítardómum og ritdómum í Tímarit um uppeldi og menntun

Tímarit um uppeldi og menntun auglýsir eftir fræðilegum greinum, ítardómum og ritdómum. Auglýst er eftir greinum í síðara hefti ársins 2016 sem kemur út í desember og bæði hefti ársins 2017, en þau koma út í júní og desember í bæði hefti ársins 2017, en þau koma út í júní og desember. Birting greina er háð því að handrit sé samþykkt eftir ritrýni. Skil greina eru ekki háð sérstökum skilafrestum heldur eru höfundar hvattir til þess að skila handritunum þegar þau eru tilbúin.

Tímarit um uppeldi og menntun er nýtt tímarit á grunni tveggja eldri tímarita: Uppeldis og menntunar sem Menntavísindasvið Háskóla Íslands gaf út, lengst af í samvinnu við Háskólann á Akureyri, og Tímarits um menntarannsóknir, sem Félag um menntarannsóknir. Menntavísindasvið og Félag um menntarannsóknir hafa nú tekið höndum saman um útgáfu tímaritsins. Ritstjórar tímaritsins eru tveir, Hermína Gunnþórsdóttir lektor við Háskólann á Akureyri og Ingólfur Ásgeir Jóhannesson prófessor við Háskóla Íslands.

Einnig hefur form tímaritsins verið fært í nýtt vefumsjónarkerfi Open Journal Systems (ojs) sem mun halda utan um þá ferla er snúa að útgáfu þess. Þannig munu höfundar senda allar greinar inn í kerfið. Slóð þess er ojshi.is/tuuom. Þar eru einnig til staðar allar upplýsingar um tímaritið, reglur og leiðbeiningar fyrir höfunda. Tekið er við handritum á íslensku eða ensku.

Til að stofna aðgang að ojs-kerfinu þarf að senda tölvupóst á tum@hi.is þar sem verkefnisstjóri veitir höfundi aðgang að gagnagrunninum sem höfundur notar svo til framtíðar til að senda inn handrit til ritrýni eða ef hann er beðinn um að ritrýna greinar.

Kveðja,

Ritstjórn TUM

 

 

 

Tímarit um menntarannsóknir (TUM) var gefið út af Félagi um menntarannsóknir (FUM). Það hefur nú verið sameinað Uppeldi og menntun undir nýju heiti Tímaritið uppeldi og menntun heimasíða nýja tímaritsins er  http://vefsetur.hi.is/uppeldi_og_menntun/

 

 

 

8. árgangur  í heild – Stakar greinar

7. árgangur í heild – Stakar greinar

6. árgangur í heild – Stakar greinar

5. árgangur í heild – Stakar greinar

4. árgangur í heild- Stakar greinar

3. árgangur í heild – Stakar greinar

2. árgangur í heild – Stakar greinar

1. árgangur í heild – Stakar greinar